Samskiptasáttmáli

Vellíðan í vinnu


Góð og uppbyggileg samskipti á vinnustað er lykilþáttur í starfsánægju og vellíðan í vinnu. Ýmsar óformlegar venjur geta skapast  í samskiptum milli starfsfólks og geta ýmist haft jákvæð eða neikvæð áhrif á starfsanda. Neikvæð samskipti eru ein helsta ástæða fyrir vanlíðan og streitu starfsfólks á vinnustaðnum. 


Vinnustaðir eru nú í ríkari mæli að koma sér upp samskiptasáttmála sem eru eins konar leiðarljós í samskiptum og framkomu starfsfólks vinnustaðar. Starfsfólkið sjálft kemur að gerð sáttmálans ásamt stjórnendum og er markmið með sáttmálanum að efla jákvæð og uppbyggileg samskipti á vinnustaðnum, auka traust milli starfsmanna og auka vellíðan. 


Vinnuvernd býður upp á aðstoð við gerð samskiptasáttmála með starfsfólki og stjórnendum vinnustaðar. Mikilvægt er að sem flestir taki þátt og geti þannig haft áhrif á það hvernig línur eru dregnar í samskiptum í starfshópnum.