Raddbeiting & 

raddheilsa

Vellíðan í vinnu


Mikil eða röng raddbeiting getur aukið líkur á álagseinkennum eins og hæsi og raddleysi. Í þessu erindi förum við yfir þau atriði sem við getum sjálf gert til þess að viðhalda góðri raddheilsu en einnig er farið yfir mismunandi þarfir hlustenda og hvernig best sé að ná til mismunandi hópa.

 Námskeiðið er hugsað fyrir starfsfólk sem notar röddina mikið í daglegu starfi með ólíkum hópum. 

Leiðbeinandi námskeiðsins er Thelma Hafþórdóttir Byrd, tónlistarkona og iðjuþjálfi. 

  • Lengd erindis 30-60 mín


SENDA BEIÐNI UM FRÆÐSLU  

Fyrirlesari

Thelma Hafþórsdóttir, 

Iðjuþjálfi

Thelma er sérfræðingur í vinnuvernd með áherslu á hreyfi- og stoðkerfi. Hún er menntaður einkaþjálfari og útskrifaðist með B.Sc. gráðu í iðjuþjálfun frá Háskólanum á Akureyri árið 2012. Þá hefur hún einnig lokið grunnstigi í tónlist með áherslu á söng við Tónlistarskóla F.Í.H. Thelma sinnir fræðslu sem snýr að vinnuvistfræði, t.d. með fyrirlestrum, upplýsingaritum og kennslumyndböndum. Hún sinnir einnig vinnustaðarúttektum og áætlunum um öryggi og heilbrigði á vinnustað sem felur m.a. í sér áhættumat. Thelma er annar tveggja leiðbeinanda á starfslokanámskeiðinu okkar.